Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Coco Pops bitar með lakkrís
um 20 stk.

Leiðbeiningar
Blandið saman í skál lakkrískurli, trompkurli, söxuðu rjómasúkkulaði og Coco Pops. Bræðið saman smjör og síróp við vægan hita og blandið saman við hráefnin í skálinni. Skiptið blöndunni á milli 20 pappírsmóta fyrir múffur. Skreytið með Tromp bitum.
Innihald
150 g Síríus lakkrískurl
150 g Síríus trompkurl
100 g Síríus rjómasúkkulaði, saxað í bita
200 g Kellogg ́s Coco Pops morgunkorn
100 g smjör
6 msk. síróp
2 stk. Nóa Lakkrís Tromp, skorið í litla bita