Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Doré karamellusúkkulaðimús

Leiðbeiningar

Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman þar til létt og loftmikið, ca. 3 mín.

Setjið rjóma í pott og hitið hann vel en ekki sjóða hann.

Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.

Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðal hita, passið að láta ekki sjóða, hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar vel og verður gulari á litinn.

Bræðið Dore karamellusúkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið því svo saman við eggjablönduna. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1-2 klst.

Þeytið rjóma, setjið súkkulaði eggjablönduna út í rjómann, hrærið saman með sleikju.

Setjið súkkulaðimúsina í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautið í freyðivínsglös. Skreytið með karamellukurli og brómberjum.

Innihald

4 egg

¾ dl sykur

500 ml rjómi (skipt í 250 ml og 250 ml)

300 g Doré karamellusúkkulaði dropar

Síríus Sælkerabaksturs karamellukurl

Brómber og mynta sem skraut (má sleppa)