Uppskriftir

Einfalt Nóa Nammi

Um 25 stk.

Leiðbeiningar

Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið það af hitanum og látið kólna örlítið áður en Nóa Kroppinu, súkkulaðirúsínum, lakkrískurli og hnetum er blandað saman við. Leggið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Notið matskeið til þess að búa til mola. Bræðið hvíta súkkulaðið með 2 msk. af rjóma og hrærið saman. Dreifið því yfir molana. Látið molana harðna alveg áður en þeir eru losaðir frá pappírnum. Molarnir geymast 2-3 vikur í vel lokuðu íláti í kæli.

 

Innihald

150 g Síríus rjómasúkkulaði
150 g Nóa Kropp
150 g Síríus súkkulaðirúsínur
150 g Síríus lakkrískurl eða karamellukurl 100 g pekanhnetur, grófsaxaðar, eða aðrar hnetur
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
2 msk. rjómi