Uppskriftir

Grill eftirréttur

Leiðbeiningar

Skerið banana niður í grillbakka og dreifið þeim í botninn.

Setjiði sykurpúðana yfir bananana.

Brjótið súkkulaðið niður og dreifið því á bakkann.

Dreifið súkkulaðiperlunum yfir.

Setjið bakkann á grillið og grillið þar til súkkupúðarnir eru orðnir mjúkir og súkkulaðið bráðnað, best er að stilla á meðal lágan hita og loka grillinu. Ef þið viljið er einnig hægt að baka réttinn inn í ofni en þá stillir maður ofninn á 170°C, undir og yfir hita og bakar þar til sykurpúðarnir brúnast örlítið.

Berið fram með hafrakexi sem þið notið eins og snakkflögur í nachos. Það er líka hægt að nota skeið til að setja ofan á kexkökurnar.

Innihald

2 bananar

1 poki sykurpúðar (hægt að blanda saman 1/2 poka af stórum sykurpúðum og 1/2 af litlum)

300 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum

100 g Síríus súkkulaðiperlur

Hafrakex