Uppskriftir

Jólasveinahattar með rjómasúkkulaði

Leiðbeiningar

1. Forhitið ofninn í 180°C (blástur).
2. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti.
3. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.
4. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu yfir eggjablönduna og hrærið vel saman.
5. Bætið lyftidufti, salti, kakói, hveiti og smátt söxuðu rjómasúkkulaði útí deigið og blandið varlega saman við með sleikju.
6. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur.
7. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana upp úr forminu.
8. Þeytið rjóma og skreytið kökubitana með rjómanum og jarðarberjum.


Rjómasúkkulaðinu má skipta út fyrir annað stykki í Síríus rjómasúkkulaðilínunni. Svo má einnig sáldra örlítið af flórsykri yfir til að það snjói á jólasveinana.

 

Innihald

170 g smjör
190 g Síríus suðusúkkulaði
3 egg og 2 eggjarauður
160 g púðursykur
1 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
1 msk Síríus kakóduft
3 msk hveiti
140 g Síríus rjómasúkkulaði
250 ml þeyttur rjómi
14 – 16 jarðarber