Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Marengsbombuskál
Fyrir 10 manns
Leiðbeiningar
1. Stillið ofninn á 120ºC, undir- og yfirhita.
2. Notið fullkomlega hreina hrærivélarskál, setjið eggjahvítur, cream of tartar og
salt í skálina.
3. Blandið kornsterkjunni og sykrinum saman í skál og hrærið saman.
4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst og bætið svo sykurblöndunni hægt
og rólega út í á sama tíma og hraðinn á hrærivélinni er aukinn. Þeytið þar til
myndast alveg stífir toppar.
5. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og
teikna meðfram diskinum), snúið pennastrikshliðinni niður og setjið deigið á
smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar ná hátt upp,
gott er að nota bakhliðina á skeið til þess að slétta ytri hliðar marengsins.
6. Bakið í 90 mín. og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með
ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt en þá er hún
tilbúin næsta dag).
7. Bræðið rjómakúlur og rjóma varlega saman í potti, leyfið karamellusósunni að
kólna að stofuhita.
8. Þeytið rjóma og blandið saman við 2/3 af hindberjunum og 2/3 af Nóa Kroppinu,
setjið ofan í marengsskálina.
9. Hellið karamellusósunni yfir og skreytið með afganginum af hindberjunum og
Nóa Kroppinu.
Innihald
Marengs
6 eggjahvítur
10 g kornsterkja (maizena mjöl)
300 g sykur
¼ tsk. cream of tartar
¼ tsk. salt
Karamellusósa
150 g Nóa rjómakúlur
2 dl rjómi
Fylling
500 ml þeyttur rjómi
250 g hindber
200 g Nóa Kropp