Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Marengsdúndur

í háu glasi með pralín myntusúkkulaðisósu og ferskum berjum (eftirréttur á korteri) fyrir 4

Leiðbeiningar

Bræðið 50 ml af rjóma og 150 g af pralín myntusúkkulaði við vægan hita, hrærið vel í sósunni á meðan.

Setjið sósuna til hliðar og kælið.

Þeytið 250 ml af rjóma og bætið flórsykri og vanilludropum við í lokin.

Skerið niður berin og saxið myntu, blandið öllu vel saman í skál.

Myljið marengsbotn niður, skiptið helmingnum niður í fjögur glös, setjið síðan rjómablönduna yfir ásamt fersku ávöxtunum.

Hellið svolitlu af sósunni yfir og endurtakið leikinn þar til þið eruð með tvöfalt lag af öllum hráefnum.

Rífið niður suðusúkkulaði og skreytið eftirréttinn, berið strax fram.

Innihald

150 g Síríus pralín súkkulaði með myntufyllingu
300 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanilludropar
200 g jarðarber
100 g bláber
100 g hindber
1 msk smátt söxuð mynta
1 marengsbotn
70 g Síríus suðusúkkulaði