Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Marengsstjörnur

Leiðbeiningar

Kveikið á ofninum og stillið á 140°C, undir og yfir hita.

Setjið eggjahvíturnar í hrærivélaskál með púðursykri, cream of tartar og sjávarsalti (passið að hrærivélarskálin, þeytarinn og allt sem eggjahvítnar snerta sé tandurhreint og alveg laust við alla fitu því fitan hindrar það að eggjahvíturnar verði stífar).

Þeytið saman þar til eggjahvítnar eru orðnar alveg stífar.

Setjið stóran sprautustút með opnum stjörnustút ofan í stóran sprautupoka. Setjið marengsdeigið ofan í sprautupokann. Leggjið smjörpappír ofan á ofnplötu, notið pínulítið af marengsdeiginu til að flesta smjörpappírinn á plötuna með því að setja það undir hvert horn á smjörpappírnum.

Sprautið stjörnur á smjörpappírinn, hafið ekki áhyggjur af því að gera þær of fullkomnar. Bakið inn í ofni í 45-55 mín.

Bræðið saman 100 ml rjóma og suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti við vægan hita.

Setjið restina af rjómanum í skál og þeytið hann létt. Bætið þá súkkulaðibráðinni út í í mjórri bunu á meðan þið þeytið, þeytið þar til rjóminn er orðinn stífur.

Notið gyllt matarglimmer til að mála stjörnurnar gylltar, mér finnst best að eiga ódýran förðunarbursta og mála með honum.

Setjið vel af rjóma ofan á hverja stjörnu og skreytið með konfekti og karamellukurli.

Innihald

  • 6 eggjahvítur
  • 3 1/2 dl púðursykur
  • 1/4 tsk cream of tartar
  • 1/8 tsk salt
  • Gyllt matarglimmer
  • 500 ml rjómi (aðskilinn)
  • 100 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
  • 1 dl sælkerabaksturs karamellukurl
  • Nóa Síríus konfektmolar

NÓA KONFEKT Í LAUSU 1KG