Uppskriftir

Nágrannasæla með súkkulaðirúsínum

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindu Ben.

Leiðbeiningar

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Blandið saman sykri, hveiti, haframjöli, kókosmjöli og matarsóda.

Bætið smjörinu saman við og blandið saman.

Smyrjið 25 cm kökuform og setjið helminginn af deiginu í formið, pressið deigið þétt í formið.

Setjið rabbabarasultu yfir deigið og setjið 1/2 af deiginu yfir.

Dreifið súkkulaðirúsínum yfir og setjið svo restina af deiginu yfir, pressið saman og setjið inn í ofn, bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kakan er orðin gullin á litinn.

Gott er að bera kökuna fram með vanilluís.

Innihald

250 g brætt smjör

200 g sykur

300 g hveiti

100 g haframjöl gróft

100 g kókosmjöl

1 tsk matarsódi

300 g rabbabarasulta

100 g síríus rjómasúkkulaðirúsínur