Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Rocky road
súkkulaðibitar 16 - 18 stk.

Leiðbeiningar
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
Saxið niður pekanhnetur.
Setjið sykurpúða, helst litla, Nóa Kropp, rjómakúlur og pekanhnetur í pappírsklædd bökuform.
Hellið súkkulaðinu yfir og setjið inn í kæli þar til súkkulaðið er orðið stíft.
Skerið súkkulaðikökuna í litla bita og berið fram.
Innihald
100 g mini sykurpúðar
200 g Síríus suðusúkkulaði
200 g Síríus rjómasúkkulaði
100 g ristaðar pekanhnetur
100 g Nóa Kropp
100 g Nóa rjómakúlur