Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Smákökudeig í pönnu

Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Smyrjið um 20-25 cm kökuform/eldfast mót/pönnu vel með smjöri.
Pressið kökudeiginu jafnt yfir allan botninn (gott að taka það úr kæli um 30 mínútum áður en það er gert).
Bakið í um 18 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.
Útbúið sósuna á meðan með því að bræða saman Síríus súkkulaði og rjóma þar til slétt súkkulaðisósa myndast.
Takið kökuna úr ofninum og berið fram með vanilluís og súkkulaðisósu.
Innihald
1 x tilbúið smákökudeig frá Kötlu (Eitt sett eða Pipp)
Vanilluís
150 g Síríus súkkulaði (Notið Eitt sett súkkulaði með eitt sett deiginu og Síríus suðusúkkulaði með piparmyntubragði með Pipp deiginu)
150 ml rjómi
Smjör til að smyrja með