Uppskriftir

Þriggja laga súkkulaðimús

fyrir 8-10

Leiðbeiningar

1. Myljið kexið og blandið bræddu smjöri saman við.

2. Smyrjið hringinn á 20 cm smelluformi og klæðið með smjörpappír.

3. Setjið hringinn á kökudisk og þrýstið kexblöndunni ofan í formið. Setjið í frysti.

4. Setjið egg og sykur í hrærivélaskál og þeytið vel saman þar til létt og loftmikið, ca. 3 mín.

5. Setjið 250 ml rjóma í pott og hitið hann vel en ekki sjóða hann.

6. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.

7. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðalhita, passið að láta ekki sjóða, hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar vel og verður gulari á litinn. Slökkvið þá undir og skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar.

8. Bræðið 300 g af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.

9. Bræðið 250 g af lakkríssúkkulaðinu yfir vatnsbaði (ath. geymið rest þar til síðar).

10. Setjið hvíta súkkulaðið í eina eggjablönduna og blandið varlega saman með sleikju. Setjið lakkríssúkkulaðið í hina eggjablönduna og blandið varlega saman með sleikju.

11. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1-2 klst.

12. Þeytið rjóma og skiptið honum svo í tvennt, setjið hvítu súkkulaðiblönduna út í annan rjómann, hrærið saman með sleikju. Endurtakið fyrir lakkríssúkkulaðið.

13. Hellið hvítu músinni ofan í kökuformið og sléttið úr, takið því næst matskeið og setjið mjög varlega matskeið af lakkrísmúsinni allan hringinn ofan á hvítu músina, passið að gera ekki dæld í hvítu músina eða reka skeiðina ofan í hana. Sléttið úr lakkrísmúsinni.

14. Kælið í 4-5 klst inn í ísskáp.

15. Rífið restina af lakkríssúkkulaðinu yfir sem skraut. Gott að bera fram með rjóma

Innihald

250 g hafrakex
80 g smjör (brætt)
4 egg
60 g sykur
250 ml rjómi
300 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
280 g Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti
250 ml rjómi, þeyttur