Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Cappuccino lengja
Frábær eftirréttur fyrir sanna kaffiunnendur. Fyrir 6-8.
Leiðbeiningar
BOTN
Setjið súkkulaðið, smjörið og sykurinn í lítinn pott og hitið við vægan hita þar til allt hefur bráðnað, hrærið vel. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman í skál og hrærið síðan eggjunum og súkkulaðiblöndunni saman við. Setjið deigið í tvö vel smurð, aflöng form og bakið við 180°C í 12 – 15 mínútur. Einnig má baka botninn í einu skúffuformi og skera í tvennt á lengdina. Kælið kökubotninn.
CAPPUCCINO ÍS
Blandið saman skyndikaffinu og vatninu og kælið. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að stífna, bætið þá sykrinum smátt og smátt út í og stífþeytið saman. Þeytið rjómann og blandið kaffinu varlega út í. Fínsaxið kaffibaunirnar t.d. í kaffikvörn og bætið þeim út í ásamt eggjahvítunum. Hrærið varlega í blöndunni með sleikju.
Takið annan kökubotninn og leggið á miðja álpappírsörk sem er þrisvar sinnum stærri en botninn. Brjótið upp á örkina til að móta form og kanta. Setjið ísblönduna yfir botninn og leggið hinn botninn yfir. Einnig er gott að leggja botninn með álpappírnum í aflangt form. Frystið kökuna í a.m.k. 6-8 klukkustundir. Fjarlægið álpappírinn og skerið kökuna í sneiðar.
Innihald
BOTN
75 g Síríus suðusúkkulaði
50 g smjör
125 g sykur
100 g hveiti, sigtað
1 tsk. lyftiduft
2 egg
CAPPUCCINO ÍS
2 msk. skyndikaffi
2 msk. sjóðandi vatn eða sama magn af mjög sterku og góðu espressokaffi
2 eggjahvítur
125 g sykur
3 dl rjómi
3 msk. malaðar kaffibaunir
100 g Síríus rjómasúkkulaði eða suðusúkkulaði, saxað.