Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Doré ís með rjómasúkkulaði og heslihnetukurli
Leiðbeiningar
- Ristið heslihneturnar á ofnplötu, leggið til hliðar og látið kólna.
- Aðskiljið eggin. Setjið rauðurnar í skál ásamt sykrinum. Þeytið blönduna vel þar til hún er orðin mjög létt og ljós. Það tekur ca. 5 mín.
- Þeytið rjómann með vanillunni og setjið í kæli.
- Saxið 100g af Karamellu Doré súkkulaði og setjið til hliðar. Bræðið yfir vatnsbaði hin 100g af Doré súkkulaðinu ásamt 150g af Rjómasúkkulaði.
- Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið til hliðar.
- Bætið brædda súkkulaðinu varlega saman við eggjarauðublönduna. Blandið því næst rjómanum saman við með sleikju. Setjið saxaða súkkulaðið og hneturnar út í og blandið varlega saman við með sleikjunni.
- Blandið stífþeyttum eggjahvítunum varlega saman við með sleikju. Þá er ísblandan tilbúin!
- Setjið skálina í frysti. Eftir 30 mín opnið frystinn og hrærið upp í ísnum sem er farinn að frjósa. Endurtakið þetta 2-3 í viðbót með hálftíma millibili. Takið þá ílangt kökuform og skafið ísinn í formið. Hyljið formið með álpappír og geymið í frysti þar til á að njóta.
Innihald
3 stór egg
40g sykur
1 vanillustöng, klofin eftir endilöngu og fræin skafin innan úr
300ml rjómi
200g Doré Karamellusúkkulaði frá Nóa Síríus
150g Rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus
80g ristaðar heslihnetur, saxaðar