Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Eitt sett ískaka
Leiðbeiningar
Botn
- Setjið bökunarpappír í botninn og inn á hliðarnar á um 22 cm smelluformi (gott að klippa renning af bökunarpappír og líma innan á hliðina).
- Setjið kexið í blandara þar til sandáferð hefur myndast og hellið í skál.
- Blandið bræddu smjörinu saman við og setjið í botninn á forminu, þjappið létt niður og aðeins upp á hliðarnar.
- Kælið á meðan þið útbúið ísinn.
Ís með lakkrís
- Þeytið eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
- Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleikju og bætið lakkrískurli saman við.
- Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við ísblönduna.
- Hellið í kökuformið, plastið og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.
- Berið fram með heitri lakkríssósu og berjum.
Lakkríssósa og skreyting
- Bræðið Eitt sett töggur og rjóma saman í potti þar til slétt lakkríssósa hefur myndast og leyfið hitanum að rjúka úr.
- Skreytið með berjum og bera fram með lakkríssósunni.
Innihald
Botn
16 stk. Oreo kexkökur
60 g brætt smjör
Ís með lakkrís
5 egg (aðskilin)
100 g púðursykur
2 tsk. vanillusykur
420 ml þeyttur rjómi
150 g Síríus Eitt sett lakkrískurl
Lakkríssósa og skreyting
1 poki (150 g) Eitt Sett töggur
5 msk. rjómi
Jarðarber
Rifsber
Blæjuber
Síríus Eitt sett lakkrískurl