Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Hátíðarís

með saltkaramellusósu og þeyttum karamellurjóma. Fyrir 4.

Leiðbeiningar

ÍSINN
Setjið mjólk og rjóma saman í pott. Kljúfið vanillustöngina eftir endilöngu, skafið úr henni kornin og setjið stöngina og kornin í pottinn. Hitið saman á lágum hita að suðu. Á meðan eru eggjarauðurnar þeyttar saman við sykurinn í tæpar 5 mínútur eða þar til rauðurnar verða ljósar og léttar. Takið vanillustöngina úr pottinum og setjið saxað súkkulaðið í pottinn. Hrærið þar til súkkulaðið hefur samlagast rjómablöndunni. Hellið þá heitri súkkulaðiblöndunni saman við eggjarauðurnar og þeytið. Hellið blöndunni aftur í pottinn, hafið vægan hita og þeytið með písk í 5-10 mínútur eða þar
til blandan fer að þykkna. Gætið þess að hafa hitann ekki of háan því þá getur blandan hlaupið. Kælið blönduna alveg niður. Setjið karamellukurlið í matvinnsluvél í 15 sekúndur. Geymið um 2 matskeiðar af karamellukurlinu til að skreyta ísinn með. Hrærið karamellukurlið út í ísblönduna og frystið. Hrærið í blöndunni í tvö eða þrjú skipti svo að ekki myndist stórir ískristallar í ísnum.

KARAMELLURJÓMI
Áður en ísinn er borinn fram er karamellurjóminn búinn til. Stífþeytið 200 ml af rjóma. Hitið 50 ml af rjóma og bræðið rjómakúlurnar í honum. Kælið. Blandið bræddu rjómakúlunum saman við þeytta rjómann. Berið fram með ísnum ásamt súkkulaðikaramellusósunni og sáldrið því sem geymt var af karamellukurlinu yfir.

Innihald

ÍSINN
250 ml mjólk 
250 ml rjómi 
1 vanillustöng (má sleppa og setja 1 msk af vanilludropum í staðinn)
3 eggjarauður 
50 g sykur 
250 g Síríus 56% súkkulaði, grófsaxað 
150 g Síríus karamellukurl

KARAMELLURJÓMI
200 ml rjómi, þeyttur 
50 ml rjómi 
100 g Nóa rjómakúlur

     SÍRÍUS BARÓN SÚKKULAÐI 56% 150G