Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Hollari ís smákökur

Frosin grísk jógúrt og rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs

Leiðbeiningar

Setjið grískt jógúrt í skál, bætið vanillu próteini út í og hrærið saman.

Setjið örlítið af sykurlausu sírópi og vanilludropum út í ef þið viljið og hrærið saman við.

Setjið smjörpappír á plötu (sem passar í frystinn) útbúið ískökur með því að setja 1 kúfaða msk af grísku jógúrti á smjörpappírinn. Setjið í frysti í 1-2 klst.

Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði og hjúpið frosnu íssmákökurnar.

Geymið í frysti, takið út 30 mín fyrir neyslu.

Innihald

250 g grísk jógúrt

2 msk vanillu prótein

1/2. msk sykurlaust hlynsíróp (má sleppa)

1/2 tsk vanilludropar (má sleppa)

200 g Síríus rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs