Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Ískaka með karamellu og lakkrís
Leiðbeiningar
- Setjið bökunarpappír í botninn og inn á hliðarnar á um 22 cm smelluformi (gott að klippa renning af bökunarpappír og líma innan á hliðina).
- Setjið kexið í blandara þar til sandáferð hefur myndast og hellið í skál.
- Blandið bræddu smjörinu saman við og setjið í botninn á forminu, þjappið létt niður og aðeins upp á hliðarnar á bökunarpappírnum.
- Kælið á meðan þið útbúið karamelluna og ísinn.
- Til að gera karamellusósuna, bræðið rjómakúlur og rjóma saman í potti við miðlungshita þar til jöfn karamellusósa hefur myndast.
- Takið af hellunni, hellið um 100 ml af karamellunni í skál (til að blanda saman við ísinn) og geymið restina (til að hafa sem meðlæti með honum), hægt er að hita karamelluna upp síðar. Leyfið sósunni sem á að fara í ísinn sjálfan að þykkna og ná stofuhita áður en þið notið hana.
- Til að búa til ísinn, byrjið á að þeyta rjómann og leggið hann til hliðar.
- Aðskiljið eggin og stífþeytið hvíturnar, leggið til hliðar.
- Þeytið næst eggjarauður, sykur, púðursykur og vanillusykur saman þar til létt og ljóst og blandan þykknar.
- Vefjið nú þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju í nokkrum skömmtum og næst þeyttum eggjahvítum á sama hátt.
- Að lokum má blanda söxuðum lakkrískúlunum varlega saman við allt saman.
- Hellið um 1/3 af ísblöndunni yfir kexbotninn í forminu og dreifið um 1/3 af karamellunni þar yfir, endurtakið tvisvar til viðbótar þar til ísblanda og karamella er allt komið í formið.
- Sléttið úr og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Losið þá úr forminu, takið bökunarpappírinn af og skreytið með pandakúlum.
Innihald
Ís
- 400 ml rjómi
- 5 egg (aðskilin)
- 50 g sykur
- 50 g púðursykur
- 2 tsk. vanillusykur
- 50 g Panda lakkrískúlur með hvítu súkkulaði og karamellu (saxaðar)
- 50 g Panda lakkrískúlur með mjólkursúkkulaði og pipardufti (saxaðar)
- 50 g Panda lakkrískúlur með hvítu súkkulaði og jarðarberjum (saxaðar)
- 100 ml karamella (sjá uppskrift að ofan)
- 1 pk Oreo kex (16 stk)
- 60 g brætt smjör
Karamella
- 2 pokar rjómakúlur frá Nóa Siríus (300 g)
- 150 ml rjómi
Skreyting
- 50 g Panda lakkrískúlur með hvítu súkkulaði og karamellu
- 50 g Panda lakkrískúlur með mjólkursúkkulaði og pipardufti
- 50 g Panda lakkrískúlur með hvítu súkkulaði og jarðarberjum