Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Jarðaberja bragðarefur

Leiðbeiningar

  1. Setjið vanilluísinn í hrærivél og hrærið í nokkrar sek til að mýkja ísinn.
  2. Skerið jarðaberin í 4 hluta og bætið þeim út í ísinn ásamt trítlum og súkkulaðiperlum, hrærið þar til blandað saman.
  3. Skiptið ísnum í 4 glös og skreytið glösin með jarðaberjum.

Innihald

  • 1 líter vanillu ís
  • 100 g jarðaber + fleiri til að skreyta með
  • 40 g Trítlar
  • 50 g Síríus Sælkerabaksturs Súkkulaðiperlur
  • NÓA HLAUPTRÍTLAR 40G