Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaði ís með dökkri piparmyntu súkkulaðiíssósu og Nóa kroppi

Ef þú vilt taka ísinn þinn upp á annað stig með heimalagaðri íssósu þá er þetta sósan fyrir þig!

Leiðbeiningar

  1. Hitið rjómann í litlum potti að suðu. Takið pottinn af hitanum og brjótið súkkulaðið ofan í pottinn, hrærið í með sleikju þar til súkkulaðið hefur bráðnað og samlagast rjómanum.
  2. Hellið sósunni í litla sósukönnu.
  3. Setjið súkkulaði ís í skálar, setjið vel af Nóa kroppi yfir ísinn og hellið svo sósunni yfir.

Innihald

  • 100 g Síríus pralín súkkulaði 56% með pipp fyllingu
  • ½ dl rjómi
  • Súkkulaði ís
  • Nóa Kropp

SÍRÍUS PRALÍN 56% MYNTUFYLLT 100G