Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu
Leiðbeiningar
- Myljið kremkexið og setjið í skál. Bræðið smjörið og hellið út í skálina, blandið saman.
- Setjið 22 cm (eða álíka stóran) smelluformshring á kökudisk (ekki setja botninn í smelluformið þar sem kökudiskurinn sjálfur er botninn). Hellið kexblöndunni á kökudiskinn með smelluformshringnum og pressið kexblönduna niður svo hún verði sléttur botn.
- Setjið helminginn af rjómaísnum í formið og sléttið úr. Takið 160 g (1 poka) af súkkulaði kringlum og raðið þeim meðfram smelluformshringnum og brjótið restina grgóft niður og dreifið yfir ísinn, setjið helminginn af salt karamellusósunni yfir.
- Setjið það sem eftir er af ísnum yfir og sléttið úr. Dreifið 160 g (1 poka) af súkkulaði kringlum yfir og hellið salt karamellu yfir. Smellið ísnum í frysti þar til hann hefur tekið sig og orðinn harður á ný.
- Takið ísinn úr frysti og fjarlægið smelluformshringinn.
Innihald
- 260 g kremkex
- 50 g smjör
- 2 lítrar vanillu rjómaís
- 320 g súkkulaði kringlur frá Nóa Síríus
- u.þ.b. 50 ml salt karamella (kaupir tilbúna eða notar þessa uppskrift)