Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Tromp marengsís

fyrir 10-12

Leiðbeiningar

1. Þeytið rjómann.

2. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál.

3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.

4. Skerið tromp bitana gróft niður og setjið saman við blönduna, geymið örlítið til skrauts.

5. Klæðið 20x30 cm form með smjörpappír, gott ráð er að bleyta pappírinn, hrista svo allt vatn vel af honum og leggja hann svo í formið, þá aðlagast hann alveg forminu. Hellið ísnum í formið og setjið í frysti í amk 4-5 klst. Bakið marengs á meðan.

6. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

7. Setjið eggjahvítur í skál ásamt cream of tartar og salti, þeytið þar til byrjar að freyða. Bætið þá sykrinum saman við rólega og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum.

8. Teiknið 20x30 cm ferhyrning á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið setjið marengsinn á pappírinn, sléttið fallega úr botninum. Bakið í 30 mínútur og leyfið botninum svo að kólna.

9. Þegar marengsinn hefur kólnað, setjið þá ísinn yfir hann. Skerið marengsinn sem er umfram í burtu og skerið svo ísinn í þrjá jafnstóra hluta (10x20 cm), raðið þeim ofan á hvorn annan svo hann verði þriggja hæða og setjið aftur í frysti, jafnvel yfir nótt.

10. Bræðið saman rjómakúlur og rjóma og leyfið sósunni að kólna.

11. Hellið sósunni yfir ísinn og dreifið restinni af tromp perlunum yfir.

Innihald

500 ml rjómi, þeyttur
6 eggjarauður
1 dl púðursykur
250 g Nóa Tromp bitar
4 eggjahvítur
1/4 tsk cream of tartar 1/4 tsk salt
300 g sykur
150 g Nóa rjómakúlur 1 dl rjómi

NÓA TROMP BITAR 285GNÓA RJÓMAKÚLUR 150G