Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Appelsínubrownie
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír í lítið hringlaga kökuform. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Kælið áður en bráðin er sett saman við egg jablönduna, því annars geta eggin hlaupið. Blandið síðast þurrefnunum varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í kökuformið og bakið í 20 mínútur.
Krem
Bræðið súkkulaðið í potti ásamt smjöri og rjóma og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hellið kreminu yfir kökuna.
Innihald
Kaka
2 egg 75 g sykur
100 g smjör
150 g Síríus suðusúkkulaði með appelsínubragði
1 tsk vanilludropar
35 g hveiti
Rifinn börkur af einni appelsínu
Krem
50 g Síríus suðusúkkulaði með appelsínubragði
1 msk rjómi
1 msk smjör