Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Berja súkkulaðitart

Leiðbeiningar

 1. Myljið kremkex í mjöl og setjið í skál, bætið kakói í skálina, bræðið smjörið og blandið öllu saman.
 2. Smyrjið 22 cm smelluform og setjið á kökudisk. Pressið blönndunni í botninn og aðeins upp á kanta smelluformsins.
 3. Hitið rjóma í potti, nánast að suðu, slökkvið undir pottinum.
 4. Brjótið súkkulaðið ofan í pottinn og hrærið þar til allt hefur bráðnað.
 5. Hellið súkkulaðibráðinni ofan í formið og setjið inn í ísskáp í u.þ.b. 1-2 klst eða þar til súkkulaðið hefur stirðnað í gegn.
 6. Skreytið með berjum.

Innihald

 • 300 g kremkex
 • 120 g smjör
 • 1/2 dl sælkerabaksturs kakóduft
 • 300 g Síríus Barón 56% súkkulaði
 • 200 g rjómi
 • Ber, til dæmis jarðaber, brómber, bláber og kirsuber í bland eða þau ber sem þér þykir best