Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Blaut bollakaka í örbylgjuofni

Uppskrift dugar í eina Nóa Síríus könnu

Leiðbeiningar

  1. Setjið hveiti, sykur, kakóduft, lyftiduft og salt saman í bollann og blandið saman með gaffli.
  2. Bætið þá bræddu smjöri, mjólk, eggi og vanilludropum saman við og pískið vel saman.
  3. Saxið suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti gróft og setjið efst á deigið og hellið einni matskeið af vatni yfir toppinn.
  4. Setjið í örbylgjuofn á hæstu stillingu í 50-60 sekúndur.
  5. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur og njótið, gott er að bera kökuna fram með ís eða rjóma.

Innihald

  • 15 g hveiti
  • 20 g sykur
  • 1 msk. Síríus kakóduft
  • ½ tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 20 g brætt smjör
  • 20 ml nýmjólk
  • 1 lítið egg
  • ½ tsk vanilludropar
  • 15 g Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
  • 1 msk. vatn

SÍRÍUS SUÐUSÚKKULAÐI KARAM.&SALT 200GSÍRÍUS KAKÓDUFT 250G