Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Brownie með mascarpone súkkulaðikremi

Fyrir 12-15 manns

Leiðbeiningar

Kaka

  1. Hitið ofninn í 170°C og takið til ferkantað kökuform (um 20 x 20 cm). Klæðið það að innan með bökunarpappír og spreyið það að innan með matarolíuspreyi.
  2. Þeytið síðan saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljós blanda myndast.
  3. Bætið eggjunum saman við í nokkrum skömmtum, hrærið vel og skafið niður á milli.
  4. Næst fer brætt suðusúkkulaði ásamt uppáhelltu kaffi í blönduna og blandið varlega saman á meðan þið eruð að hella því saman við og þeytið síðan vel.
  5. Að lokum má blanda þurrefnunum saman í skál og setja saman við í nokkrum skömmtum og blanda vel.
  6. Bakið í um 35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á, ekki blautu deigi.
  7. Kælið kökuna alveg og takið upp úr forminu áður en þið setjið kremið á.

 

Mascarpone súkkulaðikrem og skreyting

  1. Blandið saman mascarpone osti, flórsykri og kakódufti og þeytið vel í hrærivélinni (með þeytaranum).
  2. Hellið rjómanum síðan varlega saman við og þeytið stutta stund áfram.
  3. Um leið og áferðin minnir á smjörkrem má slökkva á hrærivélinni (þetta tekur stutta stund) og smyrja kreminu yfir kælda kökuna.
  4. Toppið síðan með niðurskornum jarðarberjum, hindberjum og karamellukurli.

 

Innihald

Brownie kaka

150 g smjör við stofuhita

140 g sykur

90 g púðursykur

2 egg

2 msk. uppáhellt kaffi

200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)

2 tsk. vanillusykur

2 msk. Síríus kakóduft

110 g hveiti

 

Mascarpone 

250 g mascarpone ostur

80 g flórsykur

20 g Síríus kakóduft

240 ml rjómi

250 g jarðarber

100 g hindber

Ein lúka Síríus karamellukurl