Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Flamberuð ostakaka
Leiðbeiningar
- Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og blandið saman þar til áferðin minnir á sand.
- Bræðið smjörið og blandið kexmylsunni saman við það í skál.
- Setjið bökunarpappír í botninn á um 20cm smelluformi, spreyið að innan með matarolíuspreyi og hellið kexblöndunni þar ofan í, þjappið í botninn og aðeins upp á kantana.
- Kælið á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.
- Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í um 5 mínútur (til að mýkja þau upp).
- Sjóðið næst 50 ml af vatni og vindið gelatínblöðin út í það, eitt í einu og hrærið vel í á milli.
- Þegar blöðin eru uppleyst má hella blöndunni yfir í skál og leyfa að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
- Bræðið suðusúkkulaðið og leyfið því einnig að ná stofuhita.
- Þeytið saman rjómaost og sykur þar til létt blanda myndast.
- Bætið vanillusykri saman við og næst bræddu súkkulaði og svo gelatínblöndunni.
- Að lokum má setja saxaðar Pandakúlur í skálina og blanda varlega saman við með sleif, hellið næst ofan á kexbotninn í smelluforminu og sléttið vel úr.
- Kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt áður en þið setjið flamberaða toppinn ofan á.
- Þeytið eggjahvítur og Cream of tartar þar til þær fara aðeins að freyða.
- Bætið sykrinum saman við í litlum skömmtum, þeytið vel á milli, þeytið alls í um 5 mínútur.
- Bætið vanilludropum og salti saman við alveg í lokin og þeytið stutt áfram.
- Setjið ofan á ostakökuna og notið brennara til að „flambera“ toppinn (það má samt líka sleppa því að flambera ef þið eigið ekki slíkan).
Innihald
Botn
- 200 g súkkulaði kremkex/Oreo
- 60 g smjör
Ostakökufylling
- 4 gelatínblöð (+ 50 ml vatn)
- 500 g rjómaostur við stofuhita
- 150 g sykur
- 200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)
- 1 tsk. vanillusykur
- 250 ml þeyttur rjómi
- 1 ½ poki af Panda karamellu lakkrískúlum (saxaðar niður)
Flamberaður toppur
- 3 eggjahvítur
- 170 g sykur
- ½ tsk. Cream of tartar
- 1 tsk. vanilludropar
- ¼ tsk. salt