Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Flamberuð ostakaka

Leiðbeiningar

 1. Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og blandið saman þar til áferðin minnir á sand.
 2. Bræðið smjörið og blandið kexmylsunni saman við það í skál.
 3. Setjið bökunarpappír í botninn á um 20cm smelluformi, spreyið að innan með matarolíuspreyi og hellið kexblöndunni þar ofan í, þjappið í botninn og aðeins upp á kantana.
 4. Kælið á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

 

 1. Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í um 5 mínútur (til að mýkja þau upp).
 2. Sjóðið næst 50 ml af vatni og vindið gelatínblöðin út í það, eitt í einu og hrærið vel í á milli.
 3. Þegar blöðin eru uppleyst má hella blöndunni yfir í skál og leyfa að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.

 

 1. Bræðið suðusúkkulaðið og leyfið því einnig að ná stofuhita.
 2. Þeytið saman rjómaost og sykur þar til létt blanda myndast.
 3. Bætið vanillusykri saman við og næst bræddu súkkulaði og svo gelatínblöndunni.
 4. Að lokum má setja saxaðar Pandakúlur í skálina og blanda varlega saman við með sleif, hellið næst ofan á kexbotninn í smelluforminu og sléttið vel úr.
 5. Kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt áður en þið setjið flamberaða toppinn ofan á.

 

 1. Þeytið eggjahvítur og Cream of tartar þar til þær fara aðeins að freyða.
 2. Bætið sykrinum saman við í litlum skömmtum, þeytið vel á milli, þeytið alls í um 5 mínútur.
 3. Bætið vanilludropum og salti saman við alveg í lokin og þeytið stutt áfram.
 4. Setjið ofan á ostakökuna og notið brennara til að „flambera“ toppinn (það má samt líka sleppa því að flambera ef þið eigið ekki slíkan).

 

Innihald

Botn

 • 200 g súkkulaði kremkex/Oreo
 • 60 g smjör

Ostakökufylling

 • 4 gelatínblöð (+ 50 ml vatn)
 • 500 g rjómaostur við stofuhita
 • 150 g sykur
 • 200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 250 ml þeyttur rjómi
 • 1 ½ poki af Panda karamellu lakkrískúlum (saxaðar niður)

 

Flamberaður toppur

 • 3 eggjahvítur
 • 170 g sykur
 • ½  tsk. Cream of tartar
 • 1 tsk. vanilludropar
 • ¼ tsk. salt