Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Frönsk pippsúkkulaðikaka

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 180°C blástur.
  2. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin mjög létt og ljós, að lágmarki 5 mínútur. Setjið piparmyntudropana saman við og hrærið áfram í örstutta stund.
  3. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Þegar smjörið og súkkulaðið er bráðið saman, blandið því þá varlega saman við eggjaþeytinguna með sleikju
  4. Að síðustu sigtið hveitið og kakóið saman út í blönduna og haldið áfram að blanda varlega saman með sleikjunni
  5. Klæðið 24cm smelluform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofni í 30 mín.

 

Innihald

200g hrásykur

4 stór egg

200g smjör

100g Siríus pralín með piparmyntufyllingu

100g Suðusúkkulaði frá Nóa

1 dl hveiti

1 msk kakó

1 tsk piparmyntudropar