Uppskriftir

Karamellufyllt súkkulaðiterta með rjómaostakremi

fyrir 8-10

Leiðbeiningar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

2. Þeytið saman smjör (350 g) og sykur þar til létt og ljóst. Bætið þá eggjunum út í, einu í einu. Bætið þá vanilludropunum saman við og þeytið vel.

3. Blandið saman hveiti, kakó, salti og matarsóda. Bætið því út í eggjablönduna í litlum skömmtum til skiptis við súrmjólkina og kaffið.

4. Smyrjið þrjú 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli (mjög gott að vigta ofan í formin svo allir þrír botnarnir verði jafn stórir).

5. Bakið í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn. Kælið botnana.

6. Bræðið saman rjómatöggur og rjóma, skiptið í 3 hluta. Leyfið karamellunni að kólna.

7. Þeytið smjörið (400 g) vel og lengi þar til það er orðið nánast alveg hvítt, mjög loftmikið og mjúkt. Bætið þá rjómaostinum og flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Þeytið þar til mjög loftmikið og silkimjúkt (u.þ.b. 4-5 mínútur), skiptið kreminu í 4 hluta.

8. Setjið fyrsta botninn á kökudisk (gott að setja smá krem undir til að festa kökuna) og setjið 1 hluta af kremi, passið að kremið sé aðeins hærra við brúnir kökunnar, setjið karamellusósuna ofan á kremið en ekki upp á krem kantana.

9. Endurtakið skref 8 fyrir næsta botn. Setjið svo efsta botninn á og hjúpið alla kökuna með restinni af kreminu.

10. Hellið restinni af karamellunni yfir kökuna og leyfið henni að leka örlítið meðfram hliðunum.

Innihald

350 g smjör
450 g sykur
4 egg
1 msk vanilludropar 350 g hveiti
100 g Síríus kakóduft
1 1/2 tsk salt
2 tsk matarsódi
5 1/3 dl súrmjólk
1 dl sterkt kaffi
300 g Síríus rjómatöggur
1 1/2 dl rjómi
400 g smjör
100 g rjómaostur
1 kg flórsykur