Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Kroppurinn

fyrir 8 - 10

Leiðbeiningar

BOTN
Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið þá hliðarnar með smjöri. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 50–60 mínútur við 150°C. Kælið botnana mjög vel áður en þið setjið sælgætisrjóma á milli.

SÆLGÆTISRJÓMI Á MILLI
Þeytið rjóma og bætið flórsykri og vanillu saman við. Þrýstið á kókosbollurnar og skerið þær í litla bita, blandið þeim varlega saman við rjómann ásamt karamellukurli, Nóa Kroppi og ávöxtum. Smyrjið rjómanum á milli botnanna.

OFAN Á
Þeytið rjóma og setjið yfir marengskökuna. Skerið jarðarber og bláber smátt og dreifið yfir. Hellið karamellusósunni yfir í lokin og berið strax fram.

KARAMELLUSÓSA
Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita, hrærið vel í og kælið áður en þið hellið yfir marengskökuna. Það er mjög mikilvægt annars gæti marengsinn og rjóminn bráðnað. Skreytið kökuna með ferskum jarðarberjum og karamellukurli.

Innihald

MARENGSBOTN
5 eggjahvítur
1 dl sykur
3 1⁄2 dl púðursykur

SÆLGÆTISRJÓMI

Á MILLI
500 ml rjómi
2 tsk flórsykur
1 tsk vanillusykur
2 kókosbollur
100 g Síríus karamellukurl
150 g Nóa Kropp
3 dl smátt skorin jarðarber

OFAN Á
250 ml rjómi
2 dl smátt skorin jarðarber
1 dl bláber
1– 2 dl karamellusósa, sjá uppskrift fyrir neðan

KARAMELLUSÓSA
1 poki Nóa rjómakúlur
1 dl rjómi