Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Pistasíu súkkulaðibrownie

Leiðbeiningar

  1. Fjarlægið steinana úr döðlunum.
  2. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél með valhnetunum, pekanhnetunum og pistasíuhnetunum. Maukið gróft.
  3. Bætið kókosmjölinu út í ásamt kakódufti, bræddri kókosolíu, vanilludropum og salti, blandið saman við.
  4. Setjið deigið í smjörpappírsklætt form sem er 15×25 cm eða sambærilega stórt og pressið það niður.
  5. Bræðið suðusúkkulaðið og hellið því yfir deigið, sléttið úr súkkulaðinu. Skreytið með söxuðum pekanhnetum, pistastíuhnetum og trönuberjum.

Innihald

  • 250 g ferskar döðlur (þessar mjúku með steinunum)
  • 60 g valhnetur
  • 60 g pekanhnetur (+meira til að skreyta)
  • 60 g pistasíuhnetur (+meira til að skreyta)
  • 20 g kókosmjöl
  • 2 msk síríus kakóduft
  • 1 msk brædd kókosolía
  • 1 ttsk vanilludropar
  • 1/4 tsk salt (+meira til að skreyta)
  • 100 g Síríus suðusúkkulaði
  • Nokkur trönuber til að skreyta (má sleppa)