Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Rice Krispies kaka með smákroppi og rjóma

Leiðbeiningar
Botn
- Bræðið saman suðusúkkulaði, smjör og sýróp, leyfið að sjóða saman örskamma stund og slökkvið þá á hellunni.
- Bætið Rice Krispies og smákroppi saman við og blandið vel.
- Klæðið botninn á um 20 cm smelluformi með bökunarpappír og hellið blöndunni í formið, sléttið úr eins og unnt er og kælið áður en þið setjið toppinn á.
Toppur
- Skerið bananann í bita og blandið saman við rjómann, smyrjið yfir hrískropps botninn.
- Toppið með niðurskornum jarðarberjum, smákoppi og karamellusósu.
Innihald
Botn
- 150 g Síríus suðusúkkulaði
- 40 g smjör
- 4 msk. sýróp
- 100 g Rice Krispies
- 150 g Nóa Smákropp
Toppur
- 300 ml þeyttur rjómi
- 1 banani
- ½ poki af Nóa Smákroppi
- Nokkur jarðarber
- Karamellusósa