Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Súkkulaði ostakaka sem þarf ekki að baka

Leiðbeiningar
- Myljið kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.
- Bræðið smjörið og blandið því saman við kex mjölið.
- Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið forminu. Gott er að klippa renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggja upp að hliðunum líka.
- Þrístið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.
- Setjið 1 dl rjóma og 200 g suðusúkkulaði í pott, bræðið varlega og kælið svo blönduna að stofuhita.
- Rjómaostur er hrærður og blandið súkkulaðibráðinni saman við.
- Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
- Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn í 3-4 klst eða yfir nótt (má líka vera lengur í fyrsti ef þið viljið gera kökuna með lengri fyrirvara)
- Takið kökuna úr fyrstinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram.
- Bræðið varlega saman súkkulaði og rjómann, hrærið vel saman þangað til súkkulaðisósa hefur myndast. Leyfið súkkulaðisósunni að kólna og hellið svo yfir kalda kökuna.
- Fjarlægið smelluforms hringinn og smjörpappírinn og berið fram kökuna.
Innihald
- 250 g Oreo kexkökur
- 100 g smjör
- 400 g rjómaostur
- 200 g Síríus suðusúkkulaði
- 6 dl rjómi, skipt í 5 dl þeyttur og 1 dl til að blanda í súkkulaði
- 200 g suðusúkkulaði
- 1 dl rjómi