Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaðihjúpuð brownie með rice krispies toppi

Algjör súkkulaðisæla frá Lindu Ben

Leiðbeiningar

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Bræðið saman smjör og sykur í potti á vægum hita. Hellið blöndunni í skál og leyfið henni að kólna örlítið.

Setjið súkkulaðið ofan í sykur og smjörblönduna, hrærið varlega og leyfið súkkulaðinu að bráðna saman við.

Bætið eggjum við og hrærið saman.

Blandið saman hveiti og kakó, hellið ofan í skálina með súkkulaðiblöndunni, hrærið saman.

Smyrjið 20 cm smelluform og hellið deiginu í formið, bakið í u.þ.b. 30 mín.

Til að útbúa toppinn setjið þá smjör, síróp og suðusúkkulaði í pott og bræðið saman varlega. Bætið rice krispiesinu í pottinn og blandið saman.

Þegar kakan er bökuð og búin að kólna svolítið setjið þá toppinn yfir kökuna ofan í smelluformið. Setjið í frystinn í a.m.k. 1 klst.

Útbúið súkkulaðihjúpinn með því að bræða saman súkkulaði og smjör í potti.

Takið kökuna úr smelluforminu og setjið hana á grind. Setjið frekar stóran disk undir grindina þannig að hann sé einnig undir kökunni.

Hellið súkkulaðihjúpnum yfir kökuna og smyrjið því utan um kökuna með spaða þannig að hún hjúpist alveg.

Leyfið súkkulaðinu að stirðna og færið svo kökuna á kökudisk.

                                                                                                                             

Innihald

Brownie

120 g smjör

200 g sykur

150 g Síríus suðusúkkulaði

100 g hveiti

25 g Síríus sælkerabaksturs kakó

3 egg

 

Rice krispies toppur

30 g smjör

100g Síríus suðusúkkulaði

40 g síróp

50 g rice krispies

 

Súkkulaði hjúpur

75 g smjör

150 g Síríus suðusúkkulaði

KELLOGGS RICE KRISPIES 14X430G