Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Skemmtilegt konfekt með Nóahlaupi

fyrir 4.

Leiðbeiningar

Bræðið súkkulaði og smjör gætilega í potti við vægan hita. Bætið mjólk og salti út í og látið malla þar til úr þessu er orðinn
þykkur massi. Takið þá pottinn af hellunni og látið massann kólna dálítið. Blandið svo niðurskornum Trítlum og Nóa Kroppi saman við. Hellið massanum í form klætt bökunarpappír og setjið í kæli í 4 klukkustundir eða þar til konfektið er orðið nokkuð stíft. Skerið það í fallega bita. Einnig má hella massanum í lítil konfektmót og láta hann stífna.

Innihald

1 msk. smjör 
200 g Síríus 70% suðusúkkulaði 
1 1⁄2 dl mjólk 
1⁄2 tsk. salt 
150 g Nóa Trítlar, skornir í bita 
50 g Nóa Kropp

 

NÓA HLAUPTRÍTLAR TVEGGJALAGA 150GSÍRÍUS SUÐUSÚKKULAÐI 70% 200G