Uppskriftir

Bangsasmákökur

u.þ.b. 10 stk

Leiðbeiningar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

2. Hrærið smjörið og blandið púðursykrinum og sykrinum saman við, hrærið þar til blandan verður létt og ljós. Setjið eggin út í blönduna eitt í einu og þeytið á milli. Bætið vanilludropunum saman við.

3. Í aðra skál blandið saman hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti. Blandið því varlega saman við sykurblönduna. Bætið haframjölinu saman við.

4. Saxið saltkringlusúkkulaðið niður og blandið út í deigið.

5. Skiptið deiginu í tvennt, búið til kúlur úr 1 msk af deigi úr einum helmingnum. Búið til kúlur úr 1 tsk af deigi úr hinum helmingnum (hlutföllin eiga að vera 1 stór kúla á móti 3 litlum).

6. Raðið saman tveimur stórum kúlum og pressið þær svolítið niður á smjörpappír sem er á ofnplötu. Setjið 6 litlar kúlur umhverfis, 2 uppi sem eyru og 4 í kringum neðri kúluna sem verða hendur og fætur.

7. Bakið í u.þ.b. 13-15 mínútur eða þar til endarnir eru byrjaðir að brúnast og harðna.

8. Bræðið hvíta súkkulaðið og setjið í sprautupoka (hægt að nota venjulegan poka og klippa pínulítið gat á hann). Gerið það líka við dökka súkkulaðið.

9. Byrjið á að sprauta hvíta súkkulaðinu, gerið augu, munnsvæði, magasvæði og lófaför, leyfið því að stirðna inni í ísskáp.

10. Teiknið augasteina á augun, nebba og munn á munnsvæðið og fyllið inn í eyrun með dökka súkkulaðinu.

 

Innihald

240 g smjör
200 g púðursykur
100 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
200 g hveiti
1 tsk kanill
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
250 g haframjöl
150 g Síríus rjómasúkkulaði með saltkringlum
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
100 g Síríus suðusúkkulaðidropar