Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Corn flakes Smákökur
Um það bil 20 stykki
Leiðbeiningar
Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel saman. Blandið Kellogg's Corn flakes og kókosmjöli varlega saman við með sleif ásamt suðusúkkulaði og vanilludropum. Setjið síðan með teskeið á plötu með bökunarpappír, í smá toppa. Bakið í 150°C heitum ofni í um 15 mínútur.
Innihald
4 eggjahvítur
200 g púðursykur
160 g Kellogg's Corn flakes
120 g kókosmjöl
100 g Síríus suðusúkkulaði
1 tsk vanilludropar