Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Döðlutoppar
um 40 stk.
Leiðbeiningar
Hrærið döðlur, egg, sykur og smjör saman í potti við vægan hita. Blandið Rice Krispies út í. Setjið í lítil konfektform og kælið. Bræðið saman rjómasúkkulaðidropa og pralín súkkulaði. Hjúpið döðlutoppana með súkkulaðinu.
Innihald
250 g döðlur, saxaðar
2 egg
3⁄4 bolli sykur
1 msk. smjör
4 bollar Kellogg ́s Rice Krispies
100 g Síríus rjómasúkkulaðidropar
100 g Síríus pralín súkkulaði með pippfyllingu