Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Dökkar lakkrís súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði
Dásamlegar smákökur með lakkrískurli og hvítu súkkulaði eftir Lindu Ben
Leiðbeiningar
Þeytið saman smjör, púðursykur og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós.
Bætið egginu út í og þeytið áfram.
Blandið saman hveiti, matarsóda og kakó, bætið út í deigið.
Bætið mjólk út í deigið ásamt hvítum súkkulaðidropum og lakkrískurli, blandið saman.
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
Mótið kúlur með matskeið úr deiginu, raðið á ofnplötu klædda bökunarpappír með góðu millibili og bakið í u.þ.b. 8-10 mín eða þar til kantarnir eru bakaðir en kökurnar ennþá frekar blautar inní.
Hvíta súkkulaðið passar svakalega vel með lakkrísnum og dökku kökunum. Þær eru stökkar að utan, mjúkar og seigar að innan. Það mikilvægasta af öllu er að baka þær ekki of lengi heldur taka þær út þegar kanturinn á kökunum lítur út fyrir að vera bakaður en þær eru ennþá vel blautar inní miðju.
Innihald
110 g smjör við stofuhita
85 g púðursykur
85 g sykur
1 egg
150 g hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
20 g sælkerabaksturs kakóduft frá Nóa Síríus
1 msk mjólk
150 g sælkerabaksturs hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
150 g sælkerabaksturs lakkrískurl frá Nóa Síríus