Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Dökkar súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði

Leiðbeiningar

 1. Þeytið saman smjör, púðursykur og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós.
 2. Bætið egginu út í og þeytið áfram.
 3. Blandið saman hveiti, matarsóda og kakó, bætið út í deigið.
 4. Bætið mjólk út í deigið ásamt hvítum súkkulaðidropum og blandið saman.
 5. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
 6. Mótið kúlur með matskeið úr deiginu, raðið á ofnplötu klædda bökunarpappír með góðu millibili og bakið í u.þ.b. 8-10 mín.

Innihald

 • 110 g smjör við stofuhita
 • 85 g púðursykur
 • 85 g sykur
 • 1 egg
 • 150 g hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 20 g sælkerabaksturs kakóduft frá Nóa Síríus
 • 1 msk mjólk
 • 150 g sælkerabaksturs hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus