Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Litríkar tröllakökur með haframjöli og súkkulaðiperlum

um 36 stk.

Leiðbeiningar

Blandið saman í stórri skál hveiti, matarsóda, salti og haframjöli.

Þeytið saman í hrærivél smjör, púðursykur og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

Bætið síðan eggjunum við, einu í einu.

Setjið hnetusmjörið saman við og hrærið áfram á litlum hraða.

Setjið hnoðkrók á hrærivélina og bætið þurrefnablöndunni út í hrærivélarskálina.

Látið vélina ganga en stoppið hana öðru hvoru og skafið botninn með sleikju til að deigið blandist vel saman.

Hrærið suðusúkkulaðidropa og súkkulaðiperlur saman við með sleif.

Kælið deigið í kæliskáp í 4 klukkustundir eða yfir nótt. Einnig er hægt að frysta það og baka úr því síðar.

Hitið ofninn í 190°C. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

Takið um 2 ríflegar matskeiðar af deigi í hverja köku og mótið kúlu.

Raðið þeim á plötuna og hafið um 6cm bil á milli.

Þrýstið ofan á kúlurnar til hálfs með flötum lófanum.

Bakið kökurnar í 12-14 mínútur.

Látið kökurnar kólna á plötunni í 10 mínútur áður en þær eru færðar á bökunargrind.

Kökurnar geymast í 3 daga í vel lokuðu íláti en einnig er hægt að frysta þær.

Innihald

80 g hveiti 
2 tsk. matarsódi 
klípa af salti 
450 g haframjöl 
170 g smjör, mjúkt 
330 g ljós púðursykur
300 g sykur
5 stór egg 
680 g hnetusmjör 
150 g Síríus suðusúkkulaðidropar 
150 g Síríus súkkulaðiperlur