Uppskriftir

Marengstoppar

með piparlakkrískurli 22 - 24 stk.

Leiðbeiningar

Forhitið ofninn í 150°C. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið vanillu út í og þeytið áfram. Saxið súkkulaði mjög smátt og myljið kornflexið, blandið því ásamt piparlakkrískurli við deigið afar varlega. Mótið kökurnar með teskeiðum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 150°C í 15–17 mínútur.

 

Innihald

3 stk eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk vanilla
100 g Síríus suðusúkkulaði
150 g Síríus piparlakkrískurl
100 g mulið Kellogg's cornflakes