Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Piparkökur með stökku karamellukurli

Leiðbeiningar

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið hveitið, matarsóda, kanil, engifer, negul og salt í skál.
  3. Þeytið saman smjör og púðursykur, bætið egginu út í og þeytið.
  4. Bætið svo vanilludropum og sírópinu út í og þeytið.
  5. Bætið þurrefnablöndunni saman við og hrærið þar til samlagað.
  6. Útbúið kúlur úr deiginu og dýfið kúlunum ofan í karamellukurlið, raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu með góðu millibili þar sem þær fletjast mikið út í ofninum. Bakið í u.þ.b. 9-11 mín eða þar til endarnir eru byrjaðir að taka sig en miðjan er ennþá blaut.

Innihald

200 g hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

3/4 tsk engiferkrydd

1/4 tsk negull

1/2 tsk salt

150 g púðursykur

100 g smjör

1 egg

1 tsk vanilludropar

3 msk síróp

150 g Sælkerabaksturs karamellukurl frá Nóa Síríus