Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Rjómaostasmábitakökur

Leiðbeiningar

Þeytið saman smjör og rjómaost þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið egginu út í og þeytið áfram.Bætið sykrinum smám saman við og því næst hveitinu og vanilludropum. Saxið niður rjómasúkkulaðið og bætið helmingnum út í deigið ásamt súkkulaðidropunum. Kælið deigið í 30-40 mínútur. Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur og rúllið deiginu upp úr hinum helmingnum af hökkuðu súkkulaðinu. Leggið kúlurnar á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C 14 – 16 mínútur. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði, sáldrið yfir kökurnar ásamt því sem eftir er af smátt söxuðu rjómasúkkulaði.

 

Innihald

110 g smjör, við stofuhita
100 g rjómaostur
1 egg
225 g sykur
180 g hveiti
1 tsk vanilla
100 g Síríus suðusúkkulaðidropar
150 g Síríus rjómasúkkulaði
150 g Síríus suðusúkkulaði, til skrauts