Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Sælgætistoppar

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Setjið eggjahvítur og Cream of tartar í hrærivélarskálina og þeytið þar til þær fara aðeins að freyða.
  3. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og þeytið þar til marengsinn verður stífþeyttur og hægt er að hvolfa skálinni án þess að hann leki úr.
  4. Bætið restinni af hráefnum saman við (fyrir utan suðusúkkulaðið) og vefjið varlega saman við með sleikju.
  5. Setjið kúfaða teskeið af blöndu á bökunarpappír/ofnskúffu fyrir hverja köku og hafið smá bil á milli því marengsinn lekur aðeins niður við bakstur.
  6. Bakið í 18-20 mínútur og leyfið toppunum að kólna aðeins niður áður en þið setjið brætt suðusúkkulaði yfir til skrauts. 

Innihald

4 eggjahvítur

1 tsk. Cream of tartar

220 g púðursykur

150 g Eitt sett kurl frá Nóa Síríus

100 g rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus

50 g karamellukurl frá Nóa Síríus

50 g Rice Krispies

70 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus (til að skreyta með)

   KELLOGGS RICE KRISPIES 14X430G