Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Smákökur með Eitt sett lakkrískurli
um 80 stk
Leiðbeiningar
Hrærið púðursykri og smjörlíki mjög vel saman.
Bætið eggjunum út í, einu í senn og hrærið vel í á milli.
Síðan er þurrefnum og lakkrískurli bætt út í og deigið sett á bökunarpappírs klædda plötu með teskeið.
Það getur verið fallegt að þrýsta með gaffli ofan á hverja köku til að mynda mynstur.
Bakið kökurnar í miðjum ofni við 175°C í 7-8 mínútur.
Innihald
500g púðursykur
250g lint smjörlíki
2 egg
500g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk enifer
1 tsk negull
2 tsk kanill
70g Eitt sett lakkrískurl