Uppskriftir

Þriggja setta jól

Uppskrift eftir Dagnýju Marinósdóttur vinningshafa í smákökukeppni Kornax og Nóa Síríus 2023

Leiðbeiningar

Smákökubotn

Hitið ofninn í 180 gráður á undir og yfirhita

Bræðið smjör og suðusúkkulaði í potti

Blandið hveiti, púðursykri, lyftidufti, salti og eggjum saman í skál

Brædda suðusúkkulaðinu og smjörinu bætt útí og hrært örlítið til viðbótar, en ekki of mikið

Saxið hálfa Eitt sett súkkulaðiplötu (75 g) og bætið út í deigið ásamt hvítu súkkulaðidropunum.

Takið kúfaða teskeið af deiginu og raðið fallega á plötu með bökunarpappír á.

Skellið plötunni inn í ofn í 10 mínútur

Þegar smákökurnar eru tilbúnar er þeim leyft að kólna ögn áður en farið er í næstu skref

Lakkrístoppar

Minnkið nú hitann á ofninum niður í 150 gráður

Þeytið sykur og eggahvítur saman í góðan tíma þar til orðið bæði þykkt og létt

Bætið Eitt sett lakkrískurlinu út í blönduna

Raðið u.þ.b 1 tsk af blöndunni á bökunarpappír á plötu, sáldrið Hockey Pulver duftinu á lakkrístoppan og inní ofn í sirka 15 mínútur

Þegar bæði Eitt sett smákökurnar og lakkrístopparnir eru tilbúnir er komið að því að setja þetta allt saman. Þá er byrjð á því að bræða hinn helminginn af Eitt sett súkkulaðiplötunni og því smurt á smáköku kökubotninn. Þar ofan á eru lakkrístoppunum svo tyllt á og voila!

Innihald

Smákökubotn

50 g smjör

150 g suðusúkkulaði

2 dl Kornax hveiti rautt

2 dl ljós púðursykur

½ tsk lyftiduft

¼ tsk salt

2 egg frá Nesbú

150 g Eitt sett súkkulaðiplata frá Nóa Síríus

1 dl hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

 

Eitt sett lakkrístoppar

3 eggjahvítur

3 dl sykur

150 g Eitt sett lakkrískurl

1 tsk. Hockey Pulver duft