Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Tromp toppar

um 60 stk.

Leiðbeiningar

Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt púðursykrinum. Saxið rjómasúkkulaðið og bætið varlega saman við ásamt trompkurlinu. Setjið með teskeið í litla toppa á plötu með bökunarpappír. Bakið við 150°C í 20 mínútur eða þar til þeir eru ljósbrúnir.

Innihald

3 eggjahvítur
200 g púðursykur 
150 g Síríus rjómasúkkulaði 
1 poki Síríus trompkurl