1935-2025

Konfektið
okkar í 90 ár

1
2
3

90 vinningar
fyrir 90 ár

Í tilefni af 90 árum af konfektgerð hjá Nóa Síríus viljum við fagna með viðskiptavinum okkar. Við höfum falið 90 gjafamiða í 1 kg og 1,2 kg konfektkössum í öllum helstu verslunum. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en með kaupum á Nóa Konfekti gætir þú unnið:

  • Afnot af Kia bíl frá Öskju
  • Dyngju úlpu frá 66° Norður
  • Ninja Creami frá ELKO
  • 20.000 kr. gjafabréf frá Dineout
  • 6 mánaða áskrift af SÝN+
  • Gjafakarfa frá Nóa Síríus
Til Hamingju
66 Nordur
Askja 2
Dineout
Elko
Noi Sirius
Syn

Nýr
hátíðarmoli

Í tilefni 90 ára afmæli Nóa konfekts kynnum við til leiks nýjan hátíðarmola. Nýi hátíðarmolinn sameinar bragð af malti og appelsínu í mjúka og dásamlega fyllingu, hjúpaða hinu vandaða súkkulaði Nóa Síríus.

Appelsína og súkkulaði hafa löngu sannað sig sem fullkomið bragðpar, en með malti, sem minnir á karamellu verður úr einstök samsetning sem fangar anda hátíðarinnar á nýjan hátt. Í þróun hátíðarmolans tók Nói Síríus höndum saman við Ölgerðina enda eru vörumerkin hvor um sig ómissandi hluti af jólunum hjá Íslendingum.

Hátíðarmolinn verður aðeins í boði í takmörkuðu magni og fæst í helstu verslunum landsins á meðan birgðir endast.

Noa Konfekt Malt Og Appelsin