Uppskriftir

Súkkulaðikaka í páskafötum

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 170°C.
  2. Setjið bökunarpappír í botninn á 4 x 15 cm smelluformum og spreyið þau að innan með matarolíuspreyi.
  3. Hrærið þurrefni saman í eina skál og blautefni í aðra.
  4. Setjið hrærivélina í gang með þurrefnunum í skálinni og hellið blautefnunum rólega saman við.
  5. Hrærið vel og skafið niður á milli, skiptið jafnt á milli formanna.
  6. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
  7. Kælið botnana á grind og skerið síðan aðeins ofan af þeim til að jafna þá fyrir skreytingu.

 

Súkkulaði smjörkrem 

  1. Saxið suðusúkkulaðið gróft, bræðið og leyfið því síðan að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
  2. Þeytið smjörið í nokkrar mínútur þar til það verður létt og ljóst.
  3. Bætið bræddu súkkulaðinu þá saman við og blandið rólega við smjörið.
  4. Setjið flórsykur og bökunarkakó saman við í nokkrum skömmtum, hrærið vel og skafið niður á milli.
  5. Bætið að lokum vanilludropum og kaffi saman við og hrærið vel.

 

Samsetning og skreyting

  1. Byrjið á því að saxa suðusúkkulaðið gróft niður og bræða það.
  2. Búið næst til ílangar súkkulaðiplötur  með því að dreifa úr bræddu súkkulaðinu með kökuspaða (þær fara síðan utan um alla kökuna svo gerið þær nógu langar til að hylja fjóra botna + krem).
  3. Setjið í kæli og leyfið að storkna. Þetta er hægt að gera áður en byrjað er að baka kökubotnana.
  4. Smyrjið um 1- 1,5 cm þykku kremi á milli botnanna og síðan má setja um 1 cm lag af kremi utan á hana alla og slétta aðeins úr.
  5. Smyrjið vel af kremi á toppinn og raðið síðan súkkulaðiplötum allan hringinn og reynið að hylja kremið eftir fremsta megni.
  6. Skreytið að lokum toppinn með páskaeggjum og ferskum blómum.

Innihald

Súkkulaðibotnar 

  • 310 g hveiti
  • 400 g sykur
  • 200 g púðursykur
  • 90 g Síríus kakóduft
  • 2 tsk. matarsódi
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 350 ml súrmjólk
  • 300 ml uppáhellt, sterkt kaffi (við stofuhita)
  • 3 egg
  • 200 ml matarolía
  • 3 tsk. vanilludropar

 

Súkkulaði smjörkrem 

  • 220 g Síríus suðusúkkulaði
  • 400 g smjör (við stofuhita)
  • 600 g flórsykur
  • 3 msk. Síríus kakóduft
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2 msk. uppáhellt kaffi

 

Samsetning og skreyting

  • 400 g Síríus suðusúkkulaði
  • 3 Síríus páskaegg (minnsta gerð að eigin vali)
  • Fersk blóm að eigin vali